Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2018 11:00 Smári McCarthy og Þórhildur Sunna skutu fast á dómsmálaráðherra í gær en Katrín Jakobsdóttir greip til varna fyrir ráðherra sinn. Vísir/eyþór Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13