Körfubolti

LeBron og litlu strákarnir í Cleveland pökkuðu Detroit saman | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James var í stuði.
LeBron James var í stuði. vísir/getty
Cleveland Cavaliers lauk frekar dapurri fimm leikja heimaleikjahrinu með sigri í nótt þegar að liðið pakkaði saman Detroit Pistons, 112-90.

Cleveland var án þriggja af sínum bestu stórum mönnum en Kevin Love, Tristan Thompson og Jeff Green voru allir fjarverandi í nótt.

Það kom ekki að sök og átti Larry Nance Jr. sinn besta leik fyrir Cleveland. Hann skoraði 22 stig og tók fimmtán fráköst, en Nance kom til Cleveland í skiptum frá LA Lakers fyrr á árinu.

LeBron James hjálpaði litlu strákunum sínum aðk lára leiinn en hann skoraði 31 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsndingar en Blake Griffin skoraði 25 stig og tók átta fráköst fyrir Detroit sem eru einu sæti frá úrslitakeppninni.

Boston Celtics heldur áfram baráttunni um annað sætið í austrinu en það vann mjög öruggan sigur á Chicago Bulls í nótt, 105-89, þrátt fyrir að vera án leikstjórnendans Kyrie Irvin. Jaylen Brown þakkaði traustið og skoraði 21 stig fyrir gestina sem fengu gott framlag af bekknum.

Celtics er með 45 sigra í austrinu eins og topplið Toronto sem er þó búið að spila þremur leikjum minna en Boston og tapa færri leikjum.

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 112-90

Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 92-89

Miami Heat - Phoenix Suns - 125-103

Chicago Bulls - Boston Celtics 89-105

San Antonio Spurs - Memphis Grizzies 100-98

Utah Jazz - Orlando Magic 94-80

LA Lakers - Portland Trail Blazers 103-108

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×