Byssuvinir skjóta á Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:53 Frá fundi forsetans með fulltrúum beggja flokkanna á þingi þar sem rætt var um breytingar á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Vísir/Getty Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“ Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“
Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14