Forseti Alþingis brýnir ríkisstjórnina til dáða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 19:30 Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira