Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Hanna Ólafsdóttir, umsjónarmaður hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Vísir/Friðrik Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent