Forsætisráðherra segir Landsbankann ekki verða seldan í bráð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 15:32 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi mögulega sölu Landsbankans á þingfundi í dag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira