Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2018 23:15 Stamos er sagður hafa lent uppi á kant við aðra stjórnendur Facebook um hvernig ætti að taka á áróðri og falsfréttum á miðlinum. Vísir/AFP Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45