Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Vísir/AFP Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira