Refsa Rússum fyrir afskiptin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2018 16:28 Steve Mnuchin og Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52