Foreldrar Seth Rich höfða mál gegn Fox Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 12:26 Mary og Joel Rich, foreldrar Seth Rich. Vísir/Getty Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira
Foreldrar Seth Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins, DNC, hafa höfðað mál gegn fréttastofu Fox. Rich er talinn hafa verið myrtur í misheppnuðu ráni árið 2016 en foreldrarnir segja Fox hafa notað dauða hans í pólitískum tilgangi í frétt sem ýtti undir samsæriskenningar um morð hans. Málið snýr að frétt sem birt var í maí í fyrra þar sem því var ranglega haldið fram að rannsakendur hefðu sönnunargögn fyrir þvi að Rich hefði lekið þúsundum tölvupósta DNC til WikiLeaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú saga er vinsæl meðal fólks sem aðhyllist samsæriskenningar og hins-hægrisins svokallaða og er einnig gegn niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna um að Rússar hafi stolið póstunum og afhent WikiLeaks þá. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Hillary Clinton hafi látið myrða Rich.Samkvæmt umfjöllun Washington Post benti Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, FOX á að FBI kæmi ekkert að rannsókn morðsins og hefði ekki gert skýrslu um það, eins og fram var haldið í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Hann hefur sömuleiðis höfðað mál gegn Fox.Sjá einnig: Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth RichFox neitar öllum ásökunum en fréttin var þó tekin úr birtingu sex dögum eftir að hún var birt. Forsvarsmenn fréttastofu Fox sögðu að vinnsla hennar hefði ekki fylgt starfsreglum fréttastofunnar. Joel og Mary Rich segja þó að fréttin hafi valdið þeim og minningu sonar þeirra miklum skaða. Fox hafi gert samsæriskenningu um dauða hans hátt undir höfði. „Ekkert foreldri ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem við þurftum að þola,“ segir í tilkynningu frá foreldrunum. „Sársaukinn og þjáningin sem fylgir því að sjá komið fram við minningu látins sonar eins og ekkert annað en pólitískt bitbein er óútskýranleg.“ Kæran beinist að Fox News, Maila Zimmerman, blaðamanninum sem skrifaði fréttina og Ed Butowsky, viðskiptamanns og reglulegs gests Fox sem sagður er hafa komið að vinnslu fréttarinnar.Tengingar við Hvíta húsið Í kærunni segir að Zimmerman, Butowsky og Wheeler hafi varið miklum tíma í að reyna að sannfæra Joel og Mary um að sönnunargögn bentu á að Rich hefði lekið tölvupóstunum. Þar segir að markmiðið hefði verið að grafa undan rannsókn sem beinist að mögulegu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda í Rússlandi. Þar segir einnig að Zimmerman og Butowsky hafi haft samband við foreldrana í janúar í fyrra og boðið þeim hjálp við að komast til botns í morði sonar þeirra. Þau hafi bent foreldrunum á Rod Wheeler og sagt þeim að ráða hann og hann myndi eingöngu upplýsa þau um rannsókn hans. Wheeler og Butowsky ræddu svo við Sean Spicer, þáverandi talsmann Trump, í apríl í fyrra og sögðu honum frá rannsókninni, án vitundar foreldranna. Aðkoma Hvíta hússins að umræddri frétt hefur vakið mikla athygli eftir að Wheeler hélt því fram í lögsókn sinni gegn Fox að hann væri með smáskilaboð frá Butowski þar sem hann sagðist hafa látið Donald Trump, forseta, lesa yfir frumrit af fréttinni og að forsetinn vildi að hún yrði birt hið snarasta. Butowsky segir að um brandara hafi verið að ræða. Í samtali við ABC News segir hann lögsókn foreldrana vera þá heimskulegustu sem hann viti um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Sjá meira