Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:30 Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. Vísir/afp Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP. Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP.
Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17