Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:30 Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. Vísir/afp Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP. Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP.
Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent