Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2018 21:15 Emmanuel Macron er forseti Frakklands. vísir/getty Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“. Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“.
Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48
Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04