Vísindamenn varpa ljósi á örlög Ötu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. mars 2018 09:00 Jarðneskar leifar Ötu fundust árið 2003 í yfirgefnu þorpi í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Fréttablaðið/Nolan Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast. Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira