Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2018 20:55 Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. vísir/eyþór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. Þriðju umræðu um málið var frestað á Alþingi klukkan 19 í kvöld og er þingheimur nú kominn í páskahlé. Atvkæði verða því ekki greidd um málið að svo stöddu og segir Andrés að þetta setji málið í mjög þrönga stöðu. Þó að það yrði afgreitt strax eftir páska er ekki víst að nægur tími væri til stefnu svo 16 og 17 ára ungmenni gætu kosið í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Það kom mér á óvart eftir það sem mér sýndist vera ítarleg og vönduð umfjöllun síðustu þrjá mánuði að allt í einu á síðasta degi hefðu nokkrir þingmenn fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem var í raun samþykkt í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. Vilji þingsins liggur fyrir en þarna er ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið til að fresta því fram yfir páska,“ segir Andrés.Vonbrigði fyrir árgangana tvo Aðspurður hvort það séu vonbrigði að málið hafi ekki náðst í gegn núna segir hann að ekki sé laust við það. „Já, það er ekki laust við það því mér fannst umræðan hafa verið mjög jákvæð og eftir því sem mér sýndist á umfjöllun nefndarinnar þá var ekkert því til fyrirstöðu að þetta mál fengi framgang og kosningaaldur gæti lækkað fyrir kosningarnar núna í vor. Þetta eru ekki mín persónulegu vonbrigði heldur eru vonbrigði að þarna séu tveir árgangar sem voru kannski farnir að bera von í brjósti um að fá kosningarétt sem geta mögulega orðið af því núna.“ Ýmsir vilja meina að of skammur tími sé til stefnu, það er að um 9000 ungmenni fái kosningarétt í kosningum sem fara fram eftir um tvo mánuði. Á þingi komu því fram breytingatillögur um að lögin myndu ekki taka gildi strax en þær voru felldar. Spurður út í það hvers vegna ekki var fallist á breytingatillögurnar segir Andrés Ingi: „Það var skýr vilji meirihluta þings að vilja ekki fallast á þær breytingatillögur. Þær voru báðar felldar í þingsal í gær og síðan var málið samþykkt í þingsal fyrir þriðju umræðu. Þannig að efnislega var meirihluti þingsins fylgjandi því að þetta tæki gildi nú þegar. Miðað við það sem kom fram hjá nefndinni þá er ekkert sem mælir gegn því að þetta taki gildi nú þegar frekar en að bíða í heil fjögur ár þegar það verður næst kosið til sveitarstjórna.“Framhald málsins metið En lítur hann svo á að málþóf hafi komið í veg fyrir að málið næði fram að ganga nú? „Þetta var allavega mjög löng og ítarleg umræða þar sem kom dálítið mikið af sömu atriðum fram aftur og aftur. Líka atriði sem höfðu verið afgreidd af nefndinni í janúar og febrúar. Þegar þessir aðilar komu á fund nefndarinnar þá var farið í öll þessi atriði og meirihluti nefndarinnar var fullviss um að þau væru ekki vandamál.“ Varðandi framhald málsins segir Andrés að það sé möguleiki á að það verði samþykkt eftir páska. „Við þurfum eiginlega bara að taka stöðuna eftir daginn. Ætli það verði ekki bara þegar páskahléi fer að ljúka, þá sjáum við hvernig okkur líst á þetta.“ Alþingi Tengdar fréttir Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. Þriðju umræðu um málið var frestað á Alþingi klukkan 19 í kvöld og er þingheimur nú kominn í páskahlé. Atvkæði verða því ekki greidd um málið að svo stöddu og segir Andrés að þetta setji málið í mjög þrönga stöðu. Þó að það yrði afgreitt strax eftir páska er ekki víst að nægur tími væri til stefnu svo 16 og 17 ára ungmenni gætu kosið í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Það kom mér á óvart eftir það sem mér sýndist vera ítarleg og vönduð umfjöllun síðustu þrjá mánuði að allt í einu á síðasta degi hefðu nokkrir þingmenn fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem var í raun samþykkt í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. Vilji þingsins liggur fyrir en þarna er ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið til að fresta því fram yfir páska,“ segir Andrés.Vonbrigði fyrir árgangana tvo Aðspurður hvort það séu vonbrigði að málið hafi ekki náðst í gegn núna segir hann að ekki sé laust við það. „Já, það er ekki laust við það því mér fannst umræðan hafa verið mjög jákvæð og eftir því sem mér sýndist á umfjöllun nefndarinnar þá var ekkert því til fyrirstöðu að þetta mál fengi framgang og kosningaaldur gæti lækkað fyrir kosningarnar núna í vor. Þetta eru ekki mín persónulegu vonbrigði heldur eru vonbrigði að þarna séu tveir árgangar sem voru kannski farnir að bera von í brjósti um að fá kosningarétt sem geta mögulega orðið af því núna.“ Ýmsir vilja meina að of skammur tími sé til stefnu, það er að um 9000 ungmenni fái kosningarétt í kosningum sem fara fram eftir um tvo mánuði. Á þingi komu því fram breytingatillögur um að lögin myndu ekki taka gildi strax en þær voru felldar. Spurður út í það hvers vegna ekki var fallist á breytingatillögurnar segir Andrés Ingi: „Það var skýr vilji meirihluta þings að vilja ekki fallast á þær breytingatillögur. Þær voru báðar felldar í þingsal í gær og síðan var málið samþykkt í þingsal fyrir þriðju umræðu. Þannig að efnislega var meirihluti þingsins fylgjandi því að þetta tæki gildi nú þegar. Miðað við það sem kom fram hjá nefndinni þá er ekkert sem mælir gegn því að þetta taki gildi nú þegar frekar en að bíða í heil fjögur ár þegar það verður næst kosið til sveitarstjórna.“Framhald málsins metið En lítur hann svo á að málþóf hafi komið í veg fyrir að málið næði fram að ganga nú? „Þetta var allavega mjög löng og ítarleg umræða þar sem kom dálítið mikið af sömu atriðum fram aftur og aftur. Líka atriði sem höfðu verið afgreidd af nefndinni í janúar og febrúar. Þegar þessir aðilar komu á fund nefndarinnar þá var farið í öll þessi atriði og meirihluti nefndarinnar var fullviss um að þau væru ekki vandamál.“ Varðandi framhald málsins segir Andrés að það sé möguleiki á að það verði samþykkt eftir páska. „Við þurfum eiginlega bara að taka stöðuna eftir daginn. Ætli það verði ekki bara þegar páskahléi fer að ljúka, þá sjáum við hvernig okkur líst á þetta.“
Alþingi Tengdar fréttir Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?