Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 23:10 McMaster (t.v.) fer út, Bolton (t.h.) kemur inn. Bolton verður þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump á rúmu ári. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30