Lögmaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 16:10 John Dowd, lögmaður Trump. Vísir/Getty John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00