Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 22:25 Kuczynski var kjörinn forseti árið 2016. Fallist þingið á afsögn hans tekur varaforseti hans við embættinu. Vísir/AFP Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans. Perú Suður-Ameríka Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans.
Perú Suður-Ameríka Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira