Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:56 Sylvi Listhaug skaut harkalega á Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins, á fundinum. Vísir/EPA Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan. Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan.
Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent