Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 88-80 | KR sigraði í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. apríl 2018 22:15 Úr fyrsta leik liðanna. vísir/bára KR jafnaði undanúrslitaeinvígið við Hauka eftir framlengdan leik í DHL höllinni í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Haukar voru 11 stigum yfir seint í leiknum en ótrúlegur þristur Björns Kristinssonar tryggði KR framlengingu sem þeir unnu með átta stigum. Lokatölur 88-80. KR komst yfir í upphafi leiks og var skrefinu á undan fyrstu mínúturnar en svo tóku Haukar sjö stiga sveiflu og komust í 6-11. Eftir það virtust Haukarnir ætla að ráða för og komust í átta stiga forystu. KR leyfði gestunum hins vegar ekki að stinga af heldur kom til baka og Björn Kristjánsson jafnaði metin á síðustu sekúndum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var svo í járnum frá upphafi til enda. Mesti munurinn í leikhlutanum var fimm stig, og voru það Haukar sem komust í 40-45 þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik. KR náði því niður um eitt stig og var staðan 42-46 þegar flautað var til hálfleiks. Leikurinn var áfram mjög jafn í upphafi seinni hálfleiks og hart barist inn á vellinum. Litlu hlutirnir voru hins vegar að detta með Haukum en ekki KR-ingum. Skot sem hefðu getað endað hvoru megin hringsins fóru út en ekki inn og hlutlaus bolti fór af svarthvítum leikmanni út af. Þessir litlu hlutir sem skipta ekki alltaf öllu máli en í svona hörðum og jöfnum þrist þýddu að Haukar sigldu hægt og þétt fram úr. Þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum var 11 stiga munur á liðunum og leikurinn virtist búinn. En KR kom til baka, með Björn Kristinsson í fararbroddi. Emil Barja fór á vítalínuna fyrir Hauka þegar aðeins örfáaar sekúndur voru eftir og Haukar voru tveimur stigum. Hann hitti hins vegar aðeins úr öðru skotinu. Boltinn barst svo til Björns sem var vel fyrir utan þriggja stiga línuna og með mann í sér. Hann fór upp í skotið og það steinlá í netinu. 76-76 og framlenging. Í framlengingunni mætti svo aðeins einn maður til leiks. Pavel Ermolinskij. Hann skoraði átta stig fyrir KR og kom þeim í 84-80. Þá fóru Haukamenn að brjóta á KR-ingum og fleiri fóru að skora stig af vítalínunni. Svo fór að KR sigraði með 8 stigum og einvígið er orðið jafnt.Afhverju vann KR? Haukar köstuðu í raun leiknum frá sér. Það gekk fátt upp hjá KR og þeir voru ekki að spila vel á meðan Haukaliðið stóð sig að mestu leiti með ágætum. Svo má í raun segja að þeir hafi gugnað undir pressu. Þeir fóru að gera fleiri mistök og hittu illa úr skotunum sínum og KR komst aftur inn í leikinn. Í framlengingunni var svo skriðþunginn allur með KR, eins og við var að búast eftir að þeir náðu í framlenginguna. Eins og áður segir var Pavel allt í öllu og leiddi KR til sigurs.Hverjir stóðu upp úr? Björn Kristjánsson steig upp þegar KR þurfti á honum að halda. Hann var með 16 stig og 50 prósenta skotnýtingu í heildina fyrir utan vítalínuna. Mikilvægustu stigin komu þó undir lokin og þá sérstaklega þristurinn sem tryggði framlenginguna. Þá var Pavel mjög sterkur, sérstaklega í vörninni undir lokinn með Kristófer Acozx, sem skilaði einnig sínu sóknarlega. Hjá Haukum var Kári Jónsson lang atkvæðamestur með 22 stig. Finnur Atli Magnússon, Emil Barja og Haukur Óskarsson skiluðu allir sínu framlagi til að nefna einhverja í Haukaliðinu, heilt yfir stóðu sig flestir þar með ágætum, að undanskildum síðustu mínútunum.Hvað gekk illa? Það má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá KR lungann úr leiknum. Klaufalegar sendingar, mislukkuð skot og svo framvegis. Samt verður eiginlega að segjast að það sem gekk verst hafi verið frammistaða Haukanna á síðustu metrunum. Þeir voru með leikinn í höndum sér og hefðu getað silgt sigrinum heim og komið sér í kjör stöðu, en í staðinn fara þeir með mikla pressu á sínum herðum á Ásvelli.Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum eftir aðeins tvo daga, miðvikudaginn 11. apríl. Þar er pressan öll á Haukum að halda heimavallarréttinum og ná í sigur, KR væri komið í frábæra stöðu steli þeir sigrinum í Hafnarfirði.KR-Haukar 88-80 (27-27, 15-19, 14-16, 20-14, 12-4) KR: Björn Kristjánsson 16/4 fráköst, Kendall Pollard 16/8 fráköst, Kristófer Acox 14/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 10, Brynjar Þór Björnsson 9/6 fráköst, Darri Hilmarsson 7/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 5/4 fráköst.Haukar: Kári Jónsson 22/7 fráköst, Haukur Óskarsson 13, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Emil Barja 11/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 8/4 fráköst, Breki Gylfason 6/5 fráköst, Paul Anthony Jones III 4/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 3.Finnur Freyr Stefánsson hefur gert KR liðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum.Vísir/BáraFinnur: Við vorum ekki góðir „Feginn og vel sáttur að hafa náð baráttunni. Við spiluðum ekki góðan leik hérna í dag og vorum furðu ragir miðað við venjulega,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við náðum einhvern veginn að kreista þetta út.“ „Þetta er fljótt að gerast og stöður sem líta út fyrir að vera handónýtar geta breyst á skömmum tíma. Við gerðum svipaða hluti í Hafnarfirði um daginn þar sem við gátum ekki neitt á móti þeim svo það er ljóst að við þurfum að finna einhverjar leiðir og gera betur, vera meiri naglar.“ Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað, eins og vill oft verða í úrslitakeppninni, þegar spennustigið er hátt og baráttan mikil. „Við vorum ekki góðir. Ég verð bara að hrósa Haukunum fyrir það. En ég trúi ekki öðru en að við getum spilað mun betur en við gerðum í dag.“ „Þetta er pressuleikur, þeir unnu fyrsta og þá þurfum við að verja okkar heimavöll. Núna breytist serían úr „best of 3“ seríu í „best of 5“.“ Þrátt fyrir að Björn Kristjánsson hafi farið á kostum á köflum í dag vildi Finnur ekki segja að þetta hafi verið hans besti leikur í svarthvíta búningnum. „Nei. Hann hefur verið töluvert betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum, báðu megin vallarins. En hann steig upp.“ „Það var enginn hérna í KR sem var nálægt því að spila sinn besta leik. Ég skora á þá, og mig sjálfan, að fara að sýna okkar andlit,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/BáraÍvar: Við erum með betra lið og þeir vita það innst inni „Auðvitað er ég svekktur með að hafa tapað þessu því við vorum með unnin leik en þetta er körfubolti. Við erum búnir að vinna svona leiki líka og þetta er gangur leiksins,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Það var í raun ótrúlegt að KR næði að vinna leikinn þar sem Haukar voru með forystuna lengst af og leiddu með 11 stigum þegar fimm mínútur voru eftir. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni.“ „Nú þurfum við bara að mæta grimmir til leiks eins og við erum búnir að vera og klára 40 mínútur, ekki bara 38.“ Þrátt fyrir að Ívar hafi lýst því yfir að Haukar væru með betra lið vildi hann þó ekki segja að hans menn tækju næstu tvo leiki og kláruðu einvígið. „Mér er alveg sama hvort við tökum tvo næstu eða hvað. Mér er nákvæmlega sama hvort þetta fari 3-1 eða 3-2, bara að við vinnum þetta.“ „Við vitum að þetta verður hörku barátta, við þurfum bara að halda áfram í því sem við erum búnir að vera að gera, það er að virka vel.“ „Þetta var hörkuleikur og við erum að spila á móti frábæru liði, fjórföldum Íslandsmeisturum. Þú kemur ekkert á þeirra heimavöll og valtar yfir þá. Mér fannst við vera mjög góðir í kvöld, en því miður þá fór þetta svona.“Björn Kristjánsson.Vísir/BáraBjörn: Þurfti að róa mig strax niður og klára framlenginguna „Mjög vel,“ sagði Björn Kristjánsson aðspurður hvernig honum hafi liðið að sjá þristinn syngja í netinu og tryggja framlenginguna. „En þá var samt bara jafnt þannig að það þurfti að róa sig strax niður og klára þetta í framlengingunni, annars hefði þetta ekki skipt neinu máli.“ Björn tók ekki undir það hjá þjálfara sínum að hann hafi átt betri leik fyrir KR. „Ég veit ekki hvaða leikur það er. Kannski á hann eftir að koma.“ Hann var þó sammála því að útlitið hefði ekki verið gott hjá KR í leiknum. „Við áttum í erfiðleikum í fyrri hálfleik, vorum að gefa þeim auðveld skot og sniðsskot. Við misstum þá aðeins fram úr okkur en tókum svo leikhlé þegar 6 mínútur voru eftir og sögðum að það væri nægur tími eftir, við þyrftum bara 1-2 stopp og körfur.“ „Þá fóru þeir að vera meira passívir í þeirra sóknarleik, þá náðum við fleiri stoppum og körfum og þá var þetta komið og við þurftum bara að klára þetta.“ Það er miklu fargi af herðum KR-inga létt að hafa náð í sigurinn í kvöld. „Við getum ekki farið að tapa á heimavelli og þurfa að mæta 2-0 undir í Schenkerhöllina. Algjörlega stórleikur.“ Dominos-deild karla
KR jafnaði undanúrslitaeinvígið við Hauka eftir framlengdan leik í DHL höllinni í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Haukar voru 11 stigum yfir seint í leiknum en ótrúlegur þristur Björns Kristinssonar tryggði KR framlengingu sem þeir unnu með átta stigum. Lokatölur 88-80. KR komst yfir í upphafi leiks og var skrefinu á undan fyrstu mínúturnar en svo tóku Haukar sjö stiga sveiflu og komust í 6-11. Eftir það virtust Haukarnir ætla að ráða för og komust í átta stiga forystu. KR leyfði gestunum hins vegar ekki að stinga af heldur kom til baka og Björn Kristjánsson jafnaði metin á síðustu sekúndum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var svo í járnum frá upphafi til enda. Mesti munurinn í leikhlutanum var fimm stig, og voru það Haukar sem komust í 40-45 þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik. KR náði því niður um eitt stig og var staðan 42-46 þegar flautað var til hálfleiks. Leikurinn var áfram mjög jafn í upphafi seinni hálfleiks og hart barist inn á vellinum. Litlu hlutirnir voru hins vegar að detta með Haukum en ekki KR-ingum. Skot sem hefðu getað endað hvoru megin hringsins fóru út en ekki inn og hlutlaus bolti fór af svarthvítum leikmanni út af. Þessir litlu hlutir sem skipta ekki alltaf öllu máli en í svona hörðum og jöfnum þrist þýddu að Haukar sigldu hægt og þétt fram úr. Þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af leiknum var 11 stiga munur á liðunum og leikurinn virtist búinn. En KR kom til baka, með Björn Kristinsson í fararbroddi. Emil Barja fór á vítalínuna fyrir Hauka þegar aðeins örfáaar sekúndur voru eftir og Haukar voru tveimur stigum. Hann hitti hins vegar aðeins úr öðru skotinu. Boltinn barst svo til Björns sem var vel fyrir utan þriggja stiga línuna og með mann í sér. Hann fór upp í skotið og það steinlá í netinu. 76-76 og framlenging. Í framlengingunni mætti svo aðeins einn maður til leiks. Pavel Ermolinskij. Hann skoraði átta stig fyrir KR og kom þeim í 84-80. Þá fóru Haukamenn að brjóta á KR-ingum og fleiri fóru að skora stig af vítalínunni. Svo fór að KR sigraði með 8 stigum og einvígið er orðið jafnt.Afhverju vann KR? Haukar köstuðu í raun leiknum frá sér. Það gekk fátt upp hjá KR og þeir voru ekki að spila vel á meðan Haukaliðið stóð sig að mestu leiti með ágætum. Svo má í raun segja að þeir hafi gugnað undir pressu. Þeir fóru að gera fleiri mistök og hittu illa úr skotunum sínum og KR komst aftur inn í leikinn. Í framlengingunni var svo skriðþunginn allur með KR, eins og við var að búast eftir að þeir náðu í framlenginguna. Eins og áður segir var Pavel allt í öllu og leiddi KR til sigurs.Hverjir stóðu upp úr? Björn Kristjánsson steig upp þegar KR þurfti á honum að halda. Hann var með 16 stig og 50 prósenta skotnýtingu í heildina fyrir utan vítalínuna. Mikilvægustu stigin komu þó undir lokin og þá sérstaklega þristurinn sem tryggði framlenginguna. Þá var Pavel mjög sterkur, sérstaklega í vörninni undir lokinn með Kristófer Acozx, sem skilaði einnig sínu sóknarlega. Hjá Haukum var Kári Jónsson lang atkvæðamestur með 22 stig. Finnur Atli Magnússon, Emil Barja og Haukur Óskarsson skiluðu allir sínu framlagi til að nefna einhverja í Haukaliðinu, heilt yfir stóðu sig flestir þar með ágætum, að undanskildum síðustu mínútunum.Hvað gekk illa? Það má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá KR lungann úr leiknum. Klaufalegar sendingar, mislukkuð skot og svo framvegis. Samt verður eiginlega að segjast að það sem gekk verst hafi verið frammistaða Haukanna á síðustu metrunum. Þeir voru með leikinn í höndum sér og hefðu getað silgt sigrinum heim og komið sér í kjör stöðu, en í staðinn fara þeir með mikla pressu á sínum herðum á Ásvelli.Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum eftir aðeins tvo daga, miðvikudaginn 11. apríl. Þar er pressan öll á Haukum að halda heimavallarréttinum og ná í sigur, KR væri komið í frábæra stöðu steli þeir sigrinum í Hafnarfirði.KR-Haukar 88-80 (27-27, 15-19, 14-16, 20-14, 12-4) KR: Björn Kristjánsson 16/4 fráköst, Kendall Pollard 16/8 fráköst, Kristófer Acox 14/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 10, Brynjar Þór Björnsson 9/6 fráköst, Darri Hilmarsson 7/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 5/4 fráköst.Haukar: Kári Jónsson 22/7 fráköst, Haukur Óskarsson 13, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Emil Barja 11/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 8/4 fráköst, Breki Gylfason 6/5 fráköst, Paul Anthony Jones III 4/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 3.Finnur Freyr Stefánsson hefur gert KR liðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum.Vísir/BáraFinnur: Við vorum ekki góðir „Feginn og vel sáttur að hafa náð baráttunni. Við spiluðum ekki góðan leik hérna í dag og vorum furðu ragir miðað við venjulega,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við náðum einhvern veginn að kreista þetta út.“ „Þetta er fljótt að gerast og stöður sem líta út fyrir að vera handónýtar geta breyst á skömmum tíma. Við gerðum svipaða hluti í Hafnarfirði um daginn þar sem við gátum ekki neitt á móti þeim svo það er ljóst að við þurfum að finna einhverjar leiðir og gera betur, vera meiri naglar.“ Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað, eins og vill oft verða í úrslitakeppninni, þegar spennustigið er hátt og baráttan mikil. „Við vorum ekki góðir. Ég verð bara að hrósa Haukunum fyrir það. En ég trúi ekki öðru en að við getum spilað mun betur en við gerðum í dag.“ „Þetta er pressuleikur, þeir unnu fyrsta og þá þurfum við að verja okkar heimavöll. Núna breytist serían úr „best of 3“ seríu í „best of 5“.“ Þrátt fyrir að Björn Kristjánsson hafi farið á kostum á köflum í dag vildi Finnur ekki segja að þetta hafi verið hans besti leikur í svarthvíta búningnum. „Nei. Hann hefur verið töluvert betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum, báðu megin vallarins. En hann steig upp.“ „Það var enginn hérna í KR sem var nálægt því að spila sinn besta leik. Ég skora á þá, og mig sjálfan, að fara að sýna okkar andlit,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/BáraÍvar: Við erum með betra lið og þeir vita það innst inni „Auðvitað er ég svekktur með að hafa tapað þessu því við vorum með unnin leik en þetta er körfubolti. Við erum búnir að vinna svona leiki líka og þetta er gangur leiksins,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Það var í raun ótrúlegt að KR næði að vinna leikinn þar sem Haukar voru með forystuna lengst af og leiddu með 11 stigum þegar fimm mínútur voru eftir. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni.“ „Nú þurfum við bara að mæta grimmir til leiks eins og við erum búnir að vera og klára 40 mínútur, ekki bara 38.“ Þrátt fyrir að Ívar hafi lýst því yfir að Haukar væru með betra lið vildi hann þó ekki segja að hans menn tækju næstu tvo leiki og kláruðu einvígið. „Mér er alveg sama hvort við tökum tvo næstu eða hvað. Mér er nákvæmlega sama hvort þetta fari 3-1 eða 3-2, bara að við vinnum þetta.“ „Við vitum að þetta verður hörku barátta, við þurfum bara að halda áfram í því sem við erum búnir að vera að gera, það er að virka vel.“ „Þetta var hörkuleikur og við erum að spila á móti frábæru liði, fjórföldum Íslandsmeisturum. Þú kemur ekkert á þeirra heimavöll og valtar yfir þá. Mér fannst við vera mjög góðir í kvöld, en því miður þá fór þetta svona.“Björn Kristjánsson.Vísir/BáraBjörn: Þurfti að róa mig strax niður og klára framlenginguna „Mjög vel,“ sagði Björn Kristjánsson aðspurður hvernig honum hafi liðið að sjá þristinn syngja í netinu og tryggja framlenginguna. „En þá var samt bara jafnt þannig að það þurfti að róa sig strax niður og klára þetta í framlengingunni, annars hefði þetta ekki skipt neinu máli.“ Björn tók ekki undir það hjá þjálfara sínum að hann hafi átt betri leik fyrir KR. „Ég veit ekki hvaða leikur það er. Kannski á hann eftir að koma.“ Hann var þó sammála því að útlitið hefði ekki verið gott hjá KR í leiknum. „Við áttum í erfiðleikum í fyrri hálfleik, vorum að gefa þeim auðveld skot og sniðsskot. Við misstum þá aðeins fram úr okkur en tókum svo leikhlé þegar 6 mínútur voru eftir og sögðum að það væri nægur tími eftir, við þyrftum bara 1-2 stopp og körfur.“ „Þá fóru þeir að vera meira passívir í þeirra sóknarleik, þá náðum við fleiri stoppum og körfum og þá var þetta komið og við þurftum bara að klára þetta.“ Það er miklu fargi af herðum KR-inga létt að hafa náð í sigurinn í kvöld. „Við getum ekki farið að tapa á heimavelli og þurfa að mæta 2-0 undir í Schenkerhöllina. Algjörlega stórleikur.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum