Óábyrg í ljósi spádóma Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. VÍSIR/VILHELM „Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
„Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00