Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 15:18 Trump er sagt létt að vita að hann sé ekki grunaður. Það er hins vegar hafa styrkt þá skoðun hans að hann ætti að setjast niður með Mueller. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10