Gagnlegar ábendingar gegn spillingu eftir hrunið Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 14:10 Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira