Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:54 Franskt flugskeyti hefur sig á loft í nótt. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt. Sýrland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt.
Sýrland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira