Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 08:36 Breska herþotur voru gerðar út frá Kýpur þegar þær fóru í sprengjuferðir inn í Sýrland í nótt. Vísir/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent