Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 23:07 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. vísir/getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð. Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35
Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent