Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2018 10:07 Það var fjör á þinginu á nótt og athyglisvert að heyra hvernig taktar gamalreyndra stjórnmálamanna komu Guðmundi Andra fyrir sjónir, en eldglæringar voru milli þeirra Guðlaugs Þórs og Þorgerðar. Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“ Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“
Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira