Hlutabréf í Facebook hækkuðu á meðan Zuckerberg sat fyrir svörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2018 23:45 Mark Zuckerberg í þinghúsinu í dag. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27