Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fara ört fjölgandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Andrzej stodulski flutti til Íslands árið 2006 til að vinna. Vísir/Skjáskot Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent