Fundu stærðarinnar fjöldagröf barna í Perú Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 21:51 Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Vísir/EPA Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum. Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum.
Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira