Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 75-77 │Brynjar skaut KR í 2-1 með flautukörfu Hákon Ingi Rafnsson skrifar 25. apríl 2018 23:00 Helgi Rafn og Kristófer Acox í baráttunni í síðasta leik. Vísir/Bára Tindastóll og KR mættust í Síkinu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildarinnar. Leikurinn fór hægt af stað en eftir 3 mínútur var staðan ennþá aðeins 2-2. Heimamenn komust 7 stigum yfir um hálfan leikhluta en KR-ingar voru ekki lengi að ná forskotinu niður en þá komust heimamenn aftur á undan. KR-ingar náðu því aftur niður undir lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta var virkilega lítið skorað, bæði lið náðu að stoppa hverja sóknina á eftir annari en skotnýtingin var þó ekki góð. Undir lok leikhlutans komust KR-ingar yfir en heimamenn náðu að svara því með 5 stigum á stuttum tíma og Pétur Rúnar kom þá heimamönnum 4 stigum yfir með flautukörfu. Þriðji leikhlutinn byrjaði af krafti hjá báðum liðum en KR-ingar gáfu þó aðeins eftir en þegar leikhlutinn var hálfnaður þá kom Björgvin Hafþór heimamönnum í 8 stiga forystu. Þá loks tóku KR-ingar við sér og svöruðu þeim með kafla sem að KR vann 10-2 og komust þá 6 stigum yfir. KR-ingar héldu þessu forskoti út leikhlutann. Í fjórða leikhlutanum skoruðu bæði lið lítið sem ekki neitt en núna voru það heimamenn til að brjóta vörn KR-inga og jafna leikinn 75-75 þegar aðeins 24 sekúndur voru eftir. Í lokasókninni náðu heimamenn næstum því að stela boltanum en það endaði á að Helgi Rafn fékk dæmda á sig villu og KR gátu sent boltann beint niður í teig þar sem Brynjar Þór skaut svo kallað „fade away“ skot og skoraði úr því og kom þar af leiðandi KR í 2 stiga forystu og vann leikinn.Hvers vegna vann KR? Leikurinn í kvöld hefði getað farið hvernig sem er. Liðin voru virkilega jöfn allan leikinn enda var það flautukarfa sem að ákvað úrslit kvöldsins. Brynjar gerði þó virkilega vel seinustu 3 sekúndur leiksins og setti niður erfitt skot og vann þannig leikinn fyrir liðið sitt.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox var virkilega góður í kvöld en hann skilaði inn 18 stigum og 11 fráköstum. Brynjar Þór var einnig virkilega góður með 15 stig. Pétur Rúnar var besti leikmaður Tindastóls en hann skilaði 24 stigum, 6 fráköstum og 10 stoðsendingum.Hvað gekk illa? Leikurinn í kvöld spilaðist virkilega vel en bæði lið hefðu geta nýtt skotin sín betur.Hvað gerist næst? Næst mætast liðin í DHL höllinni á laugardaginn og ég hvet alla til að mæta á leikinn. Með sigri þá getur KR tryggt sér titilinn.Finnur Freyr: Verðum að spila okkar allra besta leik næst Finnur, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sína menn eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður að ná þessum sigri, það er risastórt að vinna þetta eftir leikinn á sunnudaginn. Að lenda hérna undir snemma í þriðja leikhluta, komast svo yfir og missa þetta aftur í lokin, Pétur setur risa skot hér til að jafna leikinn og svo smellir Brynjar honum niður fyrir sigri, þetta er geðveikt.“ Næst mætast liðin á laugardaginn og Finnur var spurður út í það hvernig hann ætlar að nálgast leikinn. „Við þurfum að eiga okkar besta leik, við skuldum sjálfum okkur og fólkinu í kringum okkur allt annað en við gerðum í seinasta leik. Það var okkur ekki til sóma hvernig við spiluðum í DHL höllinni. Nú er bara fókusinn á að gefa allt í þetta á laugardaginn og vonandi fá fimmta titilinn í röð.“ Finnur var spurður um skot Brynjars í lokin. „Mér leið mjög vel þegar Brynjar sneri í þessa áttina, hann er lengi búinn að tala um að þetta sé auðveldasta skotið í körfubolta og það er löngu kominn tími til að hann fái það og setji það.“Brynjar Þór: Við gerum allt til að vinna þennan titil Brynjar, leikmaður KR, var mjög ánægður eftir leik. „Stórkostlegur sigur, frábær barátta, þetta er ekki fallegt hjá okkur en við gerum allt til að vinna þennan titil og mér er alveg sama um að við getum ekki skorað 80 stig, við höldum okkur í séns til að vinna titilinn.“ Brynjar var aðeins spurður út í skotið sem að hann setti undir lok leiksins. „Mér leið nokkuð vel í skotinu. Ég hef hitt svona skotum áður þar sem ég næ drippli og sný mér að hringnum, þetta eru svona skot sem maður æfir ekki mikið en ég ákvað að segja við Pavel að senda hann inn á mig og ég að ég væri klár til að setja þetta ofan í.“ Næst mætast liðin í DHL höllinni og Brynjar var spurður hvernig þeir undirbúa sig fyrir þann leik. „Við verðum að mæta klárir í næsta leik, við getum ekki mætt með eins kærisleysi og við gerðum í seinasta leik. Þótt Hester sé ekki með þá eru þeir með leikmenn eins og Helga Rafn, Axel og Viðar sem að eru erfiðir og gríðarlega kröftugir, en við þurfum að mæta þeim og Pétri sem að var stórkostlegur hér í fyrri hálfleik, hljóp allt fyrir þá og skoraði. Við þurfum að leggja áherslu á að stoppa hann.“Helgi Rafn: Það hlaut að koma að jöfnum leik. Helgi Rafn, leikmaður Tindastóls, var svekktur eftir leikinn í kvöld. „Það hlaut að koma að því að það kæmi jafn leikur en þetta datt KR megin í kvöld.“ Helgi var spurður út í hvernig þeir gætu komið til baka og unnið næsta leik. „Við verðum bara að koma með sama kraft og við gerðum í seinasta leik, spila stífa vörn og þá erum við í góðum málum.“ Dominos-deild karla
Tindastóll og KR mættust í Síkinu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildarinnar. Leikurinn fór hægt af stað en eftir 3 mínútur var staðan ennþá aðeins 2-2. Heimamenn komust 7 stigum yfir um hálfan leikhluta en KR-ingar voru ekki lengi að ná forskotinu niður en þá komust heimamenn aftur á undan. KR-ingar náðu því aftur niður undir lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta var virkilega lítið skorað, bæði lið náðu að stoppa hverja sóknina á eftir annari en skotnýtingin var þó ekki góð. Undir lok leikhlutans komust KR-ingar yfir en heimamenn náðu að svara því með 5 stigum á stuttum tíma og Pétur Rúnar kom þá heimamönnum 4 stigum yfir með flautukörfu. Þriðji leikhlutinn byrjaði af krafti hjá báðum liðum en KR-ingar gáfu þó aðeins eftir en þegar leikhlutinn var hálfnaður þá kom Björgvin Hafþór heimamönnum í 8 stiga forystu. Þá loks tóku KR-ingar við sér og svöruðu þeim með kafla sem að KR vann 10-2 og komust þá 6 stigum yfir. KR-ingar héldu þessu forskoti út leikhlutann. Í fjórða leikhlutanum skoruðu bæði lið lítið sem ekki neitt en núna voru það heimamenn til að brjóta vörn KR-inga og jafna leikinn 75-75 þegar aðeins 24 sekúndur voru eftir. Í lokasókninni náðu heimamenn næstum því að stela boltanum en það endaði á að Helgi Rafn fékk dæmda á sig villu og KR gátu sent boltann beint niður í teig þar sem Brynjar Þór skaut svo kallað „fade away“ skot og skoraði úr því og kom þar af leiðandi KR í 2 stiga forystu og vann leikinn.Hvers vegna vann KR? Leikurinn í kvöld hefði getað farið hvernig sem er. Liðin voru virkilega jöfn allan leikinn enda var það flautukarfa sem að ákvað úrslit kvöldsins. Brynjar gerði þó virkilega vel seinustu 3 sekúndur leiksins og setti niður erfitt skot og vann þannig leikinn fyrir liðið sitt.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox var virkilega góður í kvöld en hann skilaði inn 18 stigum og 11 fráköstum. Brynjar Þór var einnig virkilega góður með 15 stig. Pétur Rúnar var besti leikmaður Tindastóls en hann skilaði 24 stigum, 6 fráköstum og 10 stoðsendingum.Hvað gekk illa? Leikurinn í kvöld spilaðist virkilega vel en bæði lið hefðu geta nýtt skotin sín betur.Hvað gerist næst? Næst mætast liðin í DHL höllinni á laugardaginn og ég hvet alla til að mæta á leikinn. Með sigri þá getur KR tryggt sér titilinn.Finnur Freyr: Verðum að spila okkar allra besta leik næst Finnur, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sína menn eftir leikinn í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður að ná þessum sigri, það er risastórt að vinna þetta eftir leikinn á sunnudaginn. Að lenda hérna undir snemma í þriðja leikhluta, komast svo yfir og missa þetta aftur í lokin, Pétur setur risa skot hér til að jafna leikinn og svo smellir Brynjar honum niður fyrir sigri, þetta er geðveikt.“ Næst mætast liðin á laugardaginn og Finnur var spurður út í það hvernig hann ætlar að nálgast leikinn. „Við þurfum að eiga okkar besta leik, við skuldum sjálfum okkur og fólkinu í kringum okkur allt annað en við gerðum í seinasta leik. Það var okkur ekki til sóma hvernig við spiluðum í DHL höllinni. Nú er bara fókusinn á að gefa allt í þetta á laugardaginn og vonandi fá fimmta titilinn í röð.“ Finnur var spurður um skot Brynjars í lokin. „Mér leið mjög vel þegar Brynjar sneri í þessa áttina, hann er lengi búinn að tala um að þetta sé auðveldasta skotið í körfubolta og það er löngu kominn tími til að hann fái það og setji það.“Brynjar Þór: Við gerum allt til að vinna þennan titil Brynjar, leikmaður KR, var mjög ánægður eftir leik. „Stórkostlegur sigur, frábær barátta, þetta er ekki fallegt hjá okkur en við gerum allt til að vinna þennan titil og mér er alveg sama um að við getum ekki skorað 80 stig, við höldum okkur í séns til að vinna titilinn.“ Brynjar var aðeins spurður út í skotið sem að hann setti undir lok leiksins. „Mér leið nokkuð vel í skotinu. Ég hef hitt svona skotum áður þar sem ég næ drippli og sný mér að hringnum, þetta eru svona skot sem maður æfir ekki mikið en ég ákvað að segja við Pavel að senda hann inn á mig og ég að ég væri klár til að setja þetta ofan í.“ Næst mætast liðin í DHL höllinni og Brynjar var spurður hvernig þeir undirbúa sig fyrir þann leik. „Við verðum að mæta klárir í næsta leik, við getum ekki mætt með eins kærisleysi og við gerðum í seinasta leik. Þótt Hester sé ekki með þá eru þeir með leikmenn eins og Helga Rafn, Axel og Viðar sem að eru erfiðir og gríðarlega kröftugir, en við þurfum að mæta þeim og Pétri sem að var stórkostlegur hér í fyrri hálfleik, hljóp allt fyrir þá og skoraði. Við þurfum að leggja áherslu á að stoppa hann.“Helgi Rafn: Það hlaut að koma að jöfnum leik. Helgi Rafn, leikmaður Tindastóls, var svekktur eftir leikinn í kvöld. „Það hlaut að koma að því að það kæmi jafn leikur en þetta datt KR megin í kvöld.“ Helgi var spurður út í hvernig þeir gætu komið til baka og unnið næsta leik. „Við verðum bara að koma með sama kraft og við gerðum í seinasta leik, spila stífa vörn og þá erum við í góðum málum.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum