Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2018 08:00 Þristurinn hefur undanfarin ár verið geymdur á Flugsafni Akureyrar yfir vetrartímann. Hann verður geymdur þar áfram. Vísir/Heiða Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira