Ónýtur aur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar