Prins er fæddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:10 Hér sjást Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja frumsýna frumburð sinn, Georg prins, fyrir utan St Mary's-sjúkrahúsið þann 23. júlí 2013. Vísir/AFP Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31