Stórar hugmyndir án útfærslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 07:00 Í stefnuræðu sinni hvatti Sigmundur til þess að Íslendingar notuðu meira af olíu og gasi í stað kola. Vísir/ernir „Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35
Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53