Spyr hvaða reglur gildi um umræður stofnana á samfélagsmiðlum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hvað mega opinberar stofnanir gera á Facebook? Að því vill Helgi Hrafn Gunnarsson komast. Skjáskot Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels