Erlent

Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty
Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur.

Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.

Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.



Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum.

Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna.

„Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.

Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“



Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan.

Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society.

 


Tengdar fréttir

Mátti neita lesbíum um brúðartertu

Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×