Vímuefnaneysla unglinga dregist saman en andlegri heilsu þeirra hrakar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. maí 2018 20:00 SIMBI, snemmtæk íhlutun í málefnum barna, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Vísir/Sigurjón Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent