Sakaður um daglegt ofbeldi af öllum toga en segist stundum slá frá sér í svefni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 15:14 Konan lýsir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu mannsins í vel á annað ár.Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels