Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 07:29 Þúsundir Svía mótmæltu á götum úti eftir að upp komst um hneykslið í Nóbelsnefndinni. Vísir/Epa Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður. Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður.
Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02