Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2018 08:00 Juan Ignacio Gonzalez og Luis Fernando Ramos Perez, chileskir biskupar, á blaðamannafundi í gær. Tilefni fundarins var barnaníðshneyksli sem skekur kaþólsku kirkjuna í landinu. Nordicphotos/AFP Allir 34 biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríkuríkinu Síle hafa boðið Frans páfa afsagnarbréf sín. Þetta kom fram í tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér í gær en ástæðan er barnaníðshneyksli og yfirhylming sem hefur hrist stoðir kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í nærri 2.000 ára langri sögu kaþólsku kirkjunnar sem allir biskupar heillar þjóðar bjóðast til að segja af sér, svo vitað sé. Um er að ræða mál fyrrverandi prestsins Fernando Karadima. Ásakanir á hendur honum um barnaníð komu fyrst fyrir augu almennings árið 2010. Juan Barros biskup, sem Frans páfi skipaði fyrir þremur árum, er svo sakaður um að hafa hylmt yfir með Karadima og einnig að hafa verið viðstaddur þegar sum brotin voru framin.Neyðarviðræður í Páfagarði Afsagnarbréfin afhentu biskuparnir í lok þriggja daga neyðarviðræðna í Páfagarði sem páfi bauð til vegna málsins eftir að hann lýsti því yfir að hann hafi gerst sekur um „alvarlegan dómgreindarbrest“ í máli Barros. Þrýst hafði verið á biskupana að segja af sér eftir að upplýsingum úr 2.300 blaðsíðna langri skýrslu, sem Charles Scicluna, erkibiskupinn af Möltu, og hinn spænski Jordi Bertomeu unnu um hneykslið fyrir Páfagarð, var lekið á fimmtudagskvöld. Í umræddri skýrslu kom fram að páfi líti svo á að biskuparnir hafi margir eyðilagt sönnunargögn, þrýst á rannsakendur að halda aftur af sér og sýnt alvarlega vanrækslu með því að skýla ekki börnum frá ofbeldismönnum innan kirkjunnar. Páfi sagði sömuleiðis í skýrslunni að allir valdamenn innan chilesku kirkjunnar bæru ábyrgð á meðferð málsins. „Enginn getur flúið ábyrgð sína og kennt öðrum um,“ sagði chileska sjónvarpsstöðin T13 að páfi hafi skrifað. Páfagarður staðfesti síðar að tilvitnunin væri rétt. Páfi sagði í útdrætti úr skýrslunni að það hátterni að bjóða ofbeldismenn innan kirkjunnar velkomna og hleypa þeim í stjórnunarstöður, líkt og gert var í Chile, væri eitt helsta einkenni þeirrar kynferðisofbeldiskrísu sem hrjáð hefur kaþólsku kirkjuna á heimsvísu undanfarna áratugi. „Vandamál kirkjunnar er ekki hægt að leysa með því að taka einungis á einstökum málum, þótt það þurfi vissulega að gera líka. En það er ekki nóg, við þurfum að gera meira. Það væri óábyrgt af okkur að skoða ekki ræturnar og þá innviði sem hafa leyft svona löguðu að endurtaka sig ítrekað,“ sagði aukinheldur í útdrætti páfa.Framtíðin í höndum páfans Biskuparnir sögðu í yfirlýsingu gærdagsins að framtíð þeirra væri í höndum páfa. Ef hann samþykkti ekki afsögn þeirra myndu þeir halda áfram störfum sínum fyrir kirkjuna. „Í samstarfi við páfann viljum við ná fram réttlæti og vinna að því að bæta þann skaða sem hefur orðið,“ sagði þar aukinheldur. „Við höfum ákveðið að setja framtíð okkar í hendur hins heilaga föður og biðjumst fyrirgefningar fyrir þann sársauka sem fórnarlömbin þurftu að þola, við biðjum páfann afsökunar og við biðjum land okkar afsökunar á þeim alvarlegu mistökum sem við höfum gert,“ sagði þar enn fremur. Barros hefur endurtekið boðið páfa afsögn sína. Páfinn hefur neitað því í hvert skipti þar sem honum þótti sekt Barros ekki liggja fyrir. Nú þykir líklegt að niðurstaðan verði önnur. Sagði AP í gær frá því að páfa hafi snúist hugur eftir að hann las fyrrnefnda 2.300 blaðsíðna skýrslu.Umdeild heimsókn Páfi ferðaðist sjálfur til Chile í janúar. Ummæli hans um málið þá vöktu mikla reiði. „Það eru engin sönnunargögn sem benda til sektar hans [Barros]. Þetta eru allt meiðyrði. Skiljið þið það?“ sagði páfi áður en hann hélt til messu í borginni Iquique. Sagði hann svo við blaðamenn að þegar einhver myndi leggja fram sönnunargögn gegn Barros myndi páfi ræða málið. Juan Carlos Cruz, er einn þeirra sem sakað hefur Karadima um kynferðisofbeldi og hefur sagt að Barros hafi verið viðstaddur þegar Karadima kyssti hann og káfaði á honum, var á meðal fórnarlamba sem fordæmdu orð páfa. „Það er ekki eins og ég hafi getað tekið mynd á meðan Karadima misnotaði mig og aðra á meðan Juan Barros stóð við hlið hans og fylgdist með. Páfi talar um að bæta skaðann en ekkert hefur breyst. Afsökunarbeiðni hans er innantóm,“ sagði Cruz í janúar. Þá sagði James Hamilton, annar þolenda Karadima, að með þessum ummælum hafi almenningur fengið að sjá aðra hlið á páfa. „Það sem páfinn hefur gert hér í dag er særandi og sársaukafullt. Ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir alla þá sem vilja binda enda á þetta ofbeldi.“ Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Allir 34 biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríkuríkinu Síle hafa boðið Frans páfa afsagnarbréf sín. Þetta kom fram í tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér í gær en ástæðan er barnaníðshneyksli og yfirhylming sem hefur hrist stoðir kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í nærri 2.000 ára langri sögu kaþólsku kirkjunnar sem allir biskupar heillar þjóðar bjóðast til að segja af sér, svo vitað sé. Um er að ræða mál fyrrverandi prestsins Fernando Karadima. Ásakanir á hendur honum um barnaníð komu fyrst fyrir augu almennings árið 2010. Juan Barros biskup, sem Frans páfi skipaði fyrir þremur árum, er svo sakaður um að hafa hylmt yfir með Karadima og einnig að hafa verið viðstaddur þegar sum brotin voru framin.Neyðarviðræður í Páfagarði Afsagnarbréfin afhentu biskuparnir í lok þriggja daga neyðarviðræðna í Páfagarði sem páfi bauð til vegna málsins eftir að hann lýsti því yfir að hann hafi gerst sekur um „alvarlegan dómgreindarbrest“ í máli Barros. Þrýst hafði verið á biskupana að segja af sér eftir að upplýsingum úr 2.300 blaðsíðna langri skýrslu, sem Charles Scicluna, erkibiskupinn af Möltu, og hinn spænski Jordi Bertomeu unnu um hneykslið fyrir Páfagarð, var lekið á fimmtudagskvöld. Í umræddri skýrslu kom fram að páfi líti svo á að biskuparnir hafi margir eyðilagt sönnunargögn, þrýst á rannsakendur að halda aftur af sér og sýnt alvarlega vanrækslu með því að skýla ekki börnum frá ofbeldismönnum innan kirkjunnar. Páfi sagði sömuleiðis í skýrslunni að allir valdamenn innan chilesku kirkjunnar bæru ábyrgð á meðferð málsins. „Enginn getur flúið ábyrgð sína og kennt öðrum um,“ sagði chileska sjónvarpsstöðin T13 að páfi hafi skrifað. Páfagarður staðfesti síðar að tilvitnunin væri rétt. Páfi sagði í útdrætti úr skýrslunni að það hátterni að bjóða ofbeldismenn innan kirkjunnar velkomna og hleypa þeim í stjórnunarstöður, líkt og gert var í Chile, væri eitt helsta einkenni þeirrar kynferðisofbeldiskrísu sem hrjáð hefur kaþólsku kirkjuna á heimsvísu undanfarna áratugi. „Vandamál kirkjunnar er ekki hægt að leysa með því að taka einungis á einstökum málum, þótt það þurfi vissulega að gera líka. En það er ekki nóg, við þurfum að gera meira. Það væri óábyrgt af okkur að skoða ekki ræturnar og þá innviði sem hafa leyft svona löguðu að endurtaka sig ítrekað,“ sagði aukinheldur í útdrætti páfa.Framtíðin í höndum páfans Biskuparnir sögðu í yfirlýsingu gærdagsins að framtíð þeirra væri í höndum páfa. Ef hann samþykkti ekki afsögn þeirra myndu þeir halda áfram störfum sínum fyrir kirkjuna. „Í samstarfi við páfann viljum við ná fram réttlæti og vinna að því að bæta þann skaða sem hefur orðið,“ sagði þar aukinheldur. „Við höfum ákveðið að setja framtíð okkar í hendur hins heilaga föður og biðjumst fyrirgefningar fyrir þann sársauka sem fórnarlömbin þurftu að þola, við biðjum páfann afsökunar og við biðjum land okkar afsökunar á þeim alvarlegu mistökum sem við höfum gert,“ sagði þar enn fremur. Barros hefur endurtekið boðið páfa afsögn sína. Páfinn hefur neitað því í hvert skipti þar sem honum þótti sekt Barros ekki liggja fyrir. Nú þykir líklegt að niðurstaðan verði önnur. Sagði AP í gær frá því að páfa hafi snúist hugur eftir að hann las fyrrnefnda 2.300 blaðsíðna skýrslu.Umdeild heimsókn Páfi ferðaðist sjálfur til Chile í janúar. Ummæli hans um málið þá vöktu mikla reiði. „Það eru engin sönnunargögn sem benda til sektar hans [Barros]. Þetta eru allt meiðyrði. Skiljið þið það?“ sagði páfi áður en hann hélt til messu í borginni Iquique. Sagði hann svo við blaðamenn að þegar einhver myndi leggja fram sönnunargögn gegn Barros myndi páfi ræða málið. Juan Carlos Cruz, er einn þeirra sem sakað hefur Karadima um kynferðisofbeldi og hefur sagt að Barros hafi verið viðstaddur þegar Karadima kyssti hann og káfaði á honum, var á meðal fórnarlamba sem fordæmdu orð páfa. „Það er ekki eins og ég hafi getað tekið mynd á meðan Karadima misnotaði mig og aðra á meðan Juan Barros stóð við hlið hans og fylgdist með. Páfi talar um að bæta skaðann en ekkert hefur breyst. Afsökunarbeiðni hans er innantóm,“ sagði Cruz í janúar. Þá sagði James Hamilton, annar þolenda Karadima, að með þessum ummælum hafi almenningur fengið að sjá aðra hlið á páfa. „Það sem páfinn hefur gert hér í dag er særandi og sársaukafullt. Ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir alla þá sem vilja binda enda á þetta ofbeldi.“
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira