Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Robert Mueller hefur rannsakað Rússamálið undanfarið ár. Vísir/getty Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45