Rangfærslur um Backroads leiðréttar Tom Hale skrifar 17. maí 2018 07:00 Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun