Vitglöp okkar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. maí 2018 10:00 Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar