Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:41 Stuðningsmenn repúblikana hafa aðlagað skoðanir sínar að stefnu Trump í mörgum málum. Vísir/AFP Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent