Hugsi yfir leynd hagsmunaskráningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira