Út fyrir boxið Orri Hauksson skrifar 29. maí 2018 07:00 Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar