Átján börn hafa fengið að gifta sig á Íslandi síðan 1998 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 12:05 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga. vísir/hanna Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis. Alþingi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis.
Alþingi Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?