Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:30 Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30