Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 17:48 Sessions (í bakgrunni) var einn nánasti bandamaður Trump þar til hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Nú talast þeir varla við utan ríkisstjórnarfunda. Vísir/Getty Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45