Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 11:15 Könnunarfarið Curiosity á yfirborði Mars. Vísir/NASA Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið lífrænar sameindir og metan á Rauðu plánetunni. Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. Efnin fundust í rúmlega þriggja milljarða gömlum jarðvegi í Gale gígnum þar sem eitt sinn var vatn. Uppgötvunin er ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segja þetta þó jákvæð ummerki. Curiosity hefur ekki komist á snoðir um uppruna efnanna. „Hvort sem þau eru til marks um fornar lífverur, voru matur fornra lífvera eða eru til án lífs, þá veita lífræn efni á Mars vísbendingar um stöðu plánetunnar og það sem gerist þar,“ er haft eftir Jen Eigenbrode á vef NASA. Hún er forsvarsmaður rannsóknarinnar sem greindu lífrænu efnin sem Curiosity fann.Vísindamenn NASA segja ljóst að á árum áður hafi aðstæður á Mars verið á þann veg að vatn, í fljótandi formi, hafi getað safnast á yfirborðinu. Gögn frá Curiosity sýna að að stöðuvatnið í Gale-gígnum bjó yfir öllum nauðsynlegum hráefnum lífs. Þá segir Eigenbrode að þar sem yfirborð Mars verði fyrir mikilli geislun frá geimnum, sem brjóti lífræn efni niður, sé jákvætt að finna lífræn efni í efsta lagi yfirborðsins frá þeim tíma þegar Mars gat mögulega borið líf. Það gefi í skyn að læra megi meira í sendiförum framtíðarinnar þegar grafið verður dýpra í yfirborðið.Curiosity hefur einnig grein metan í andrúmslofti Mars á þeim sex árum sem könnunarfarið hefur verið þar. Sú uppgötvun er ekki ný en það sem er nýtt er að vísindamenn hafa komist að því að magn þess í andrúmsloftinu er breytilegt eftir árstíðum. Metan getur orðið til án aðkomu lífvera í iðrum Mars en vísindamenn segjast ekki geta útilokað að það komi frá örverum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum endurtekningu sem þessa varðandi metan, svo það veitur okkur tækifæri á að skilja tilurð þess,“ segir Chris Webster, sem leiddi rannsóknina á metaninu. Það að magn metan í andrúmslofti mars fylgi árstíðum plánetunnar þýðir að það er ekki að berast þangað með loftsteinum og komi ekki utan frá. Þess í stað telja Webster og félagar að það leki úr iðrum Mars. Þegar það nái yfirborðinu bindist það jarðveginum og losni þaðan þegar hlýnar í veðri. Útfjólublá geislun eyðir metani á nokkur hundruð árum í andrúmslofti Mars og vera þess í andrúmsloftinu segir til um að það hafi lekið á yfirborðið tiltölulega nýverið.Samsett mynd af Galen-gígnum Webster sagði Space.com að ekki væri hægt að segja til um hvort að metanið væri nýtt eða það hefði safnast fyrir undir yfirborði plánetunnar á árum áður. Sömuleiðis sé ekki hægt að segja til um hvernig það hafi orðið til. Það getur orðið til undir yfirborð plánetunnar þegar heitt vatn lendir á tilteknu bergi. Sömuleiðis geti það komið frá örverum.Frekari rannsóknir standa yfir Gervihnötturinn Trace gas Orbiter er nú á braut um Mars og er honum ætlað að greina metan í andrúmslofti plánetunnar betur. Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðumEf niðurstaðan verður sú að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. Vatn er mjög mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, og slíkur fundur væri jákvæður fyrir leitina að lífi á Mars. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu og Roscosmos ætla sér að skjóta á loft nýju könnunarfari sem lenda á á Mars árið 2021. Því könnunarfari er ætlað að framkvæma frekari mælingar á Mars og ná sýnum af jarðvegi á meira dýpi en Curiosity. Framtíðar sendiferðir til Mars munu taka mið af þeim gögnum sem aflað hefur verið með Curiosity og segja viðmælendur Space.com að svo virðist sem að botnar fornra stöðuvatna séu góðir staðir til að finna frekari vísbendingar. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Mannaðar geimferðir til Mars orðnar að opinberu markmiði NASA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir lög sem setja NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, nýtt markmið. Að senda mönnuð geimför til Mars er nú orðið eitt af meginverkefnum stofnunarinnar. 21. mars 2017 21:29 Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess. 29. september 2017 11:00 NASA og ESA ætla að reyna að koma sýnum frá Mars til jarðarinnar Verkefnið verður flókið og mun alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaka sýnin. 26. apríl 2018 22:22 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Sjá meira
Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið lífrænar sameindir og metan á Rauðu plánetunni. Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. Efnin fundust í rúmlega þriggja milljarða gömlum jarðvegi í Gale gígnum þar sem eitt sinn var vatn. Uppgötvunin er ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segja þetta þó jákvæð ummerki. Curiosity hefur ekki komist á snoðir um uppruna efnanna. „Hvort sem þau eru til marks um fornar lífverur, voru matur fornra lífvera eða eru til án lífs, þá veita lífræn efni á Mars vísbendingar um stöðu plánetunnar og það sem gerist þar,“ er haft eftir Jen Eigenbrode á vef NASA. Hún er forsvarsmaður rannsóknarinnar sem greindu lífrænu efnin sem Curiosity fann.Vísindamenn NASA segja ljóst að á árum áður hafi aðstæður á Mars verið á þann veg að vatn, í fljótandi formi, hafi getað safnast á yfirborðinu. Gögn frá Curiosity sýna að að stöðuvatnið í Gale-gígnum bjó yfir öllum nauðsynlegum hráefnum lífs. Þá segir Eigenbrode að þar sem yfirborð Mars verði fyrir mikilli geislun frá geimnum, sem brjóti lífræn efni niður, sé jákvætt að finna lífræn efni í efsta lagi yfirborðsins frá þeim tíma þegar Mars gat mögulega borið líf. Það gefi í skyn að læra megi meira í sendiförum framtíðarinnar þegar grafið verður dýpra í yfirborðið.Curiosity hefur einnig grein metan í andrúmslofti Mars á þeim sex árum sem könnunarfarið hefur verið þar. Sú uppgötvun er ekki ný en það sem er nýtt er að vísindamenn hafa komist að því að magn þess í andrúmsloftinu er breytilegt eftir árstíðum. Metan getur orðið til án aðkomu lífvera í iðrum Mars en vísindamenn segjast ekki geta útilokað að það komi frá örverum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum endurtekningu sem þessa varðandi metan, svo það veitur okkur tækifæri á að skilja tilurð þess,“ segir Chris Webster, sem leiddi rannsóknina á metaninu. Það að magn metan í andrúmslofti mars fylgi árstíðum plánetunnar þýðir að það er ekki að berast þangað með loftsteinum og komi ekki utan frá. Þess í stað telja Webster og félagar að það leki úr iðrum Mars. Þegar það nái yfirborðinu bindist það jarðveginum og losni þaðan þegar hlýnar í veðri. Útfjólublá geislun eyðir metani á nokkur hundruð árum í andrúmslofti Mars og vera þess í andrúmsloftinu segir til um að það hafi lekið á yfirborðið tiltölulega nýverið.Samsett mynd af Galen-gígnum Webster sagði Space.com að ekki væri hægt að segja til um hvort að metanið væri nýtt eða það hefði safnast fyrir undir yfirborði plánetunnar á árum áður. Sömuleiðis sé ekki hægt að segja til um hvernig það hafi orðið til. Það getur orðið til undir yfirborð plánetunnar þegar heitt vatn lendir á tilteknu bergi. Sömuleiðis geti það komið frá örverum.Frekari rannsóknir standa yfir Gervihnötturinn Trace gas Orbiter er nú á braut um Mars og er honum ætlað að greina metan í andrúmslofti plánetunnar betur. Með því að greina andrúmsloft Mars má sjá samsetningu þess. Finnist mikið af lífrænum eindum í metani Mars væri það til marks um að örverur myndi gasið eða hafi á einhverjum tímapunkti gert það.Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðumEf niðurstaðan verður sú að örverur myndi ekki metanið er það þó til marks um að finna megi vatn í fljótandi formi undir yfirborði plánetunnar. Vatn er mjög mikilvægt lífi, eins og við þekkjum það, og slíkur fundur væri jákvæður fyrir leitina að lífi á Mars. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu og Roscosmos ætla sér að skjóta á loft nýju könnunarfari sem lenda á á Mars árið 2021. Því könnunarfari er ætlað að framkvæma frekari mælingar á Mars og ná sýnum af jarðvegi á meira dýpi en Curiosity. Framtíðar sendiferðir til Mars munu taka mið af þeim gögnum sem aflað hefur verið með Curiosity og segja viðmælendur Space.com að svo virðist sem að botnar fornra stöðuvatna séu góðir staðir til að finna frekari vísbendingar.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56 Mannaðar geimferðir til Mars orðnar að opinberu markmiði NASA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir lög sem setja NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, nýtt markmið. Að senda mönnuð geimför til Mars er nú orðið eitt af meginverkefnum stofnunarinnar. 21. mars 2017 21:29 Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess. 29. september 2017 11:00 NASA og ESA ætla að reyna að koma sýnum frá Mars til jarðarinnar Verkefnið verður flókið og mun alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaka sýnin. 26. apríl 2018 22:22 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Sjá meira
Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Rennandi sandur frekar en fljótandi saltvatn gæti verið orsök dularfullra dökkleitra ráka í hlíðum gíga á Mars. 21. nóvember 2017 23:56
Mannaðar geimferðir til Mars orðnar að opinberu markmiði NASA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir lög sem setja NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, nýtt markmið. Að senda mönnuð geimför til Mars er nú orðið eitt af meginverkefnum stofnunarinnar. 21. mars 2017 21:29
Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29
Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49
Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Elon Musk kynnti í gær stórar breytingar á fyrirtækinu SpaceX og markmið þess. 29. september 2017 11:00
NASA og ESA ætla að reyna að koma sýnum frá Mars til jarðarinnar Verkefnið verður flókið og mun alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaka sýnin. 26. apríl 2018 22:22